Ef væri ég söngvari

Ef væri ég söngvari
(Lag / texti: erlent lag / Páll J. Árdal)

Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð
um sólina, vorið og land mitt og þjóð,
um sólina, vorið og land mitt og þjóð.

En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð,
hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð.
Hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð.

[m.a. á plötunni ABCD – ýmsir]