Ég elska þig enn

Ég elska þig enn
(Lag / texti Magnús Eiríksson)

Það var svo gott,
það var svo fínt
meðan það stóð.
Ekkert varir endalaust
og maður er
eirðarlaus sála sem fær aldrei nóg.

Lifir í glóð
gegnum mitt líf
straumurinn gamli,
skjöldur og hlíf
þess sem ég fann
í fyrsta sinn
þegar ég sá þig.
Enn þá ég finn hann
og ég elska þig enn.
Ég elska þig enn.

[Af plötunni Mannakorn – Mannakorn 5: Bræðrabandalagið]