Ekkert þras

Ekkert þras
(Lag / texti: Egill Ólafsson)
 
Hér er allt sem þarf til að draga andann.
Hér er allt sem þarf til að komast út.
Hér er allt sem þarf til að leysa vandann
á meðan þú ert til, á meðan þú ert til.

Og þó að hér sé oft bæði kalt og napurt,
þó sjáist helst aldrei sjaldgæf sól,
þá er lífið aldregi dauft og dapurt
á meðan þú ert til, á meðan þú ert til.

viðlag
Já, sannaðu til það er svo,
ég segi það satt, það er svo
því ég legg saman tvo við plús tvo
og sjáðu til, já sjáðu til.
Ekkert þras, ekkert múður og mas,
það er eins gott að láta gamminn geysa.
Ekkert bras, ekkert klúður og fjas,
ég læt mínar andans truntur þeysa.

Ef til vill er lífið að koma á óvart.
Ef til vill er angistin engu lík.
Þá er það svo, að flest þetta er allt svo óþarfi
á meðan þú ert til, á meðan þú ert til.

viðlag

[á plötunni Egill Ólafsson – Tifa tifa]