Ekkert svar

Ekkert svar
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Langar nætur, ljósa kalda daga
hef ég leitað, það er mannsins saga
Fundið aðeins óma gleymdra laga
en ekkert svar, ekkert svar

Ég hef efast, þegar einn ég reika
er þá lífið aðeins hismið veika
Hlusta á vindinn í visnu sefi leika
en ekkert svar, ekkert svar

Ég vænti svara, vildi þekkja leiðir
vita skil á því sem ferðir greiðir
Þrái lífið en ekki orð sem deyðir
en ekkert svar, ekkert svar

[á plötunni Ríó tríó – Sittlítið af hvurju]