Hinn eini sanni

Hinn eini sanni
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Ég heyrði nýjan hljóm í dag
af himnum sungið til mín lag,
heitur sælu-straumur um mig allan fór.
Nú les ég hvernig lífið er,
það liggur beinast fyrir mér
að ég stilli raddir hreint í einum kór.

viðlag
Ég syng hinn eina sanna tón,
þann sem að skilur eftir són.
Ég er að boða sömu bylgju-lengd og tíðni, hátt og skýrt
annars verður það dýrt.
Ég syng hinn eina sanna tón.
Ég syng hinn eina sanna tón.

Já, eina hugsun, eina rödd.
Við erum vel á vegi stödd.
Ég læt verkin tala sjálfsagt fyrir mig.
Og þú sem ekki þekkir, flón,
á þennan Jón og séra Jón,
þú færð ekk’að vera útaf fyrir þig.

viðlag

Í þoku hverfur þetta flaut
og þó þú bölvir eins og naut,
er það sem trónir uppúr texta þínum aðeins fátt og rýrt.
En nú tala ég skýrt:

viðlag

Ég hef hinn eina sanna tón,
þann sem að skilur eftir són.
Ég er að boða sömu bylgju-lengd og tíðni, hátt og skýrt
annars verður það dýrt.
Ég syng hinn eina sanna tón.
Ég syng hinn eina sanna tón.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]