Lamb í grænu túni

Lamb í grænu túni
(Lag / texti: Halldór Kristinsson / Jóhannes úr Kötlum)

Inga Dóra á lítið, lítið, lítið,
ósköp skrítið, skrítið, lítið
lamb í túni.
Inga litla á lítið, skrítið
lamb í grænu túni.

Á lambinu er lítil snoppa,
litla snoppan er að kroppa,
kroppa grasið græna.
Þá fer hún að hoppa og skoppa
heimasætan væna.

Heyrist me í litlu lambi,
lambið stendur oft á þambi,
þambar mjólk úr Móru.
Heyrist me í litlu lambi,
lambi Ingu Dóru.

[m.a. á plötunni Halldór Kristinsson – syngur eigin lög við ljóð Jóhannesar úr Kötlum]