Línudans

Línudans
(Lag / texti Magnús Eiríksson)

Amma átti amerískan tengdason
en hann drakk sig loks í hel.
Heillengi hélt hún í þá veiku von
að hann vildi reynast vel.
Hann kom með viský og hann kom með bjór,
hékk yfir glasinu dapur og sljór.
Hún sagði á ensku; You drink like a swine,
hann svaraði; Oh no, pretty mama, I’m just walking the line.

Maður minn lifnar ekki við
fyrr en eftir tvo eða þrjá.
Ég tel ekki sjússinn lengur oní hann
því hann lætur engan sjá.
Heldur það enn að hann eigi einhvern séns
í síðbúinn sweet sixteen pink romance.
Mjög er hann mjúkur í meyjafans
og mælir; Dans, dans, lífið er línudans.

Við eigum son sem vill komast að
á karate námskeiði.
Læra alla slagsmálaklækina
sem hann horfir á í sjónvarpi.
Hann segir stundum; You drink lika a swine
og ég svara á ensku; Just sippin’ my wine
Í huganum ómur af orðum míns manns mælir;
Dans, dans, lífið er línudans

[m.a. á plötunni Magnús Eiríksson – Braggablús]