Línudansarinn

Línudansarinn
Lag og texti Hörður Torfason

Vorið kom með skipi sól og sirkus fylgdi með.
Um allan bæ flaug sagan, svona hafði aldrei áður skeð.
Þeir sem engu trúðu þustu óðar niðrá höfn.
Komu heim með furðusögur og undarleg útlend nöfn.

Þeir sáu fíla, ljón og apa lifandi í búrum!
Í langri lest var þeim ekið eftir götunum.
Hnífkastara, eldgleypi, negra og ekta geit!
Fremst í öllum hópnum fór hávær lúðrasveit.

Á svipstundu varð mannlífið undarlega æst.
Um götur hlupu kallarar og sungu því sem næst;
“Kaupið miða í sirkusinn, fyrsta sýning í kvöld!”
Seinna báru við himininn marglit risa tjöld.

Ég var lítill snáði og man óljóst sirkusinn.
Hélt mér fast í pabba og fannst sniðugur trúðurinn.
Hvítir hestar þustu’ um og stórt ljón öskraði!
Fimleikafólkið sveif um svo öllum blöskraði.

Þegar skyndilega varð myrkur hvíslaði kynnirinn:
“Lítið upp í loftið!” þar stóð línudansarinn.
Þyriltromman suðaði, hann stóð einn í geislanum.
Allir sperrtu’ upp augun og héldu niðrí sér andanum.

Í svitabaði fylgdi ég honum ganga út á línuna.
“Ef ‘ann dettur” sagði bróðir minn, “þá vantar dýnuna!”
Ég þorði ekki að loka augunum því strengurinn var svo mjór.
En loksins kom hann niður, hneigði sig og fór.

Núna hugsa ég til þess hve mér fannst maðurinn klár.
(Skyldi’ ‘ann vera lifandi eftir öll þessi ár?)
Lífið er oft línudans og lán manns snúið spil.
En æfingin skapar meistarann og það er gott að vera til.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]