Óður?

Óður?
Lag og texti Hörður Torfason

Fjallkonan þegir,
rýnir í holtin,
glottir og skekur sinn fingur,
tautar; lífið er hringur,
hún hlýtur að vita vel hvað hún syngur
því hún er sannur Íslendingur.

Fjallkonan iðar,
réttir fram hendi,
segir að örninn sé slyngur,
glottir og skekur sinn fingur,
tautar; lífið er hringur,
tómt prjál og glingur.
Hún hlýtur að vita vel hvað hún syngur
því hún er sannur Íslendingur.

Fjallkonan flissar,
ranghvelfir augum,
segir; þú ert vesalingur,
segir; örninn er slyngur,
glottir og skekur sinn fingur,
tautar; Lífið er hringur,
tómt prjál og glingur,
hún hlýtur að vita vel hvað hún syngur
því hún er sannur Íslendingur.

Hún hlýtur að vita að allt sem hún syngur,
berst þér til eyrna ungi Íslendingur.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]