Það reddast

Það reddast
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Það rekur allt á reiðanum hjá mér,
í rassgati með flest sem þarf að gera.
Svo andsælis og öfugt margt nú fer,
að erfitt verður kjaftshöggin að bera.

viðlag
En það reddast, jú það reddast,
það reddast sjálfsagt eina ferð á ný.
Æ það reddast, jú það reddast,
ég hef reynt það fyrr og kýs að trúa því.

Við trúum flestir hérna eitthvað á
og ýmsar vænar kirkjudeildir þekkjast.
En sterkust trú er eflaust öllum hjá
sem allir landsmenn játa ef þeir svekkjast.

viðlag

Í viðskiptum nú víða illa fer,
menn vaða upp í klof og lengra í tapi.
Sú sjón er öðrum algengari hér,
að okkar bestu menn, þeir standi og gapi.

viðlag

Á hátíðum við höfum Guð vors lands,
sem heldur þykir erfiður að raula’ hann.
Við nýjan þjóðsöng þurfum nú til sanns
og þjóðin verður samtaka að gaula’ hann.

viðlag

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Ekki vill það batna]