Þó líði ár og öld

Þó líði ár og öld
(Lag / texti: erlent lag / Kristmann Vilhjálmsson [Hrafn Gunnlaugsson])

Alltaf þrái ég þig heitt,
þó líði ár.
Í heiminum getur ei neitt
þerrað mín tár.

viðlag
Þó líði ár og öld
er ást mín ætíð ætluð þér.
Þó gleymir þú í heimsins glaum
öllu um mig.
Ég elska þig.

Í svefni sem vöku
sé ég þig.
Brosandi augu þín
yfirgefa ei mig.

viðlag

Svo flykkjast árin að
og allt er breytt.
Í minningunni brenna þá
augu þín heitt.

viðlag

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Þó líði ár og öld]