Lame dudes og Strákarnir hans Sævars á Café Rosenberg

lame-dudesBlúsfélag Reykjavíkur efnir til Blúskvölds mánudagskvöldið 6. mars klukkan 21, á Café Rosenberg. Tvær sveitir, Lame dudes og Strákarnir hans Sævars munu þá troða upp.

Hljómsveitin Lame Dudes fagnar 10 ára starfsafmæli á þessu ári en meðlimir sveitarinnar sem munu spila á blúskvöldinu eru: Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Snorri Björn Arnarson gítarleikari, Gauti Stefánsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Friðþjófur Johnson munnhörpu- og hristuleikari og bakraddasöngvari og Gunnar Þór Guðmarsson trommuleikari. Lame Dudes spilar fjölbreytta blúsflóru og verða tökulög í bland við eigið efni á setlistanum á Rosenberg.

Strákana hans Sævars skipa þeir Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari, Ástþór Hlöðversson söngvari og bassaleikari og Steinar Bragi Helgason trommuleikari Strákarnir hans Sævars spila blúsrokk ala Rory Gallagher og ZZ Top.