Barðir til róbóta [tónlistarviðburður] (1980)

Bubbi Morthens á sviði Gamla bíós

Þrjár hljómsveitir, Fræbbblarnir, Þeyr og Utangarðsmenn héldu sameiginlega tónleika miðvikudagskvöldið 17. desember 1980 undir yfirskriftinni Barðir til róbóta en allar sveitirnar þrjár höfðu þá nýverið sent frá sér breiðskífur.

Tónleikarnir fóru fram í Gamla bíói fyrir fullu húsi og voru stór viðburður í íslensku tónlistarlífi en pönk- og nýbylgjuæðið var þá í fullum gangi.