Barnagælur [safnplöturöð] (1990-96)

Umslag einnar Barnagæluplatnanna

Hljómplötuútgáfan Steinar hóf árið 1990 útgáfu safnplatna með eldri og áður útgefnum lögum og leikritum ætluðum börnum, er komið höfðu út á vegum ýmissa plötuútgáfna sem Steinar höfðu þá eignast útgáfuréttinn á. Að mörgu leyti var að ræða efni sem hafði verið ófáanlegt um árabil og var framtakið því kærkomið en einnig var nýrra efni á plötunum.

Fyrstu útgáfurnar voru reyndar á snælduformi, snældunum fylgdu þá bækur sem höfðu að geyma textana auk mynda og límmiða. Síðari útgáfurnar voru eingöngu á geislaplötuformi en alls komu líklega út átta titlar, sumir þeirra voru endurútgefnir. Plöturnar hétu 20 sígild barnalög, Litlu jólin, Ævintýraleikritin Hans og Gréta & Öskubuska, Ævintýraleikritin Mjallhvít og Rauðhetta, Gekk ég yfir sjó og land, Þegar ég verð stór, Söngvar um dýrin og Jólasveinar einn og átta.

Efni á plötum