Erfðaskrá

Erfðaskrá
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Ég unnandi hluta
ánafna líkum þá skrift
að tætast í sundur ögn fyrir ögn
og una þvílíkri typt.

Ég unnandi hluta
ætla líkum þá kvöl
að brennast upp seint í eldi
og eiga þó alls kostar völ.

Ég unnandi hluta
ætla líkum þá písl
að stunda afmáun eigin sjálfs
og afrækja þarflegra sýsl.

Ég unnandi hluta
unni líkum þess dóms
að eygja ekki það sem einhvers er vert
og ástunda tignun hjóms.

Ég unnandi hluta
eftirlæt líkum þá pynt
að tortryggjast æ af góðum guðum
og gjalda í sömu mynt.

Ég unnandi hluta
afhendi líkum þau kjör
að endurhefja mitt auma merki,
ég ýti nú senn úr vör.

[af plötunni Megas – Millilending]