Á pöbbinn

Á pöbbinn
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Ljúft finnst mér að labba á pöbbinn,
líta inn um stund, hlera hvað er að ske.
Vill þá stundum til, að verður erfið leiðin heim.
Ég er einn af þeim.
Gaman er að gæla við ölið,
gaspra ögn við menn, fá í könnu á ný,
þá endar oft með því að erfið verða sporin heim.
Ég er einn af þeim.

Á kvöldin ef ég ætla út, þá segir frúin
„Á hvaða leið ert þú?”
„Hvert ætlarðu nú?”
Bara út að labba, ljúfan mín,
bara lítinn hring, bara hérna í kring
og svo kem ég eins og skot.

Undarlegt hve oft liggja sporin
inn á pöbbinn minn, þar sem bjórkrúsin er
og alveg hreint er met, hve erfið verður leiðin heim.
Ég er einn af þeim.

Næst þegar ég ætla út, þá æpir frúin
„Á hvaða leið ert þú?”
„Hvert ætlaðrðu nú?”
Bara út í sjoppu, ástin mín,
rétt að ganga við og gera lottóið
og svo kem ég heim til þín.

Svo labba ég og lendi á pöbbinn,
laumast inn um stund, kíki aðeins í glas
og kíki þangað til, að sést ei lengur leiðin heim.
Ég er einn af þeim.

Næst þegar ég ætla út, þá æpir frúin
„Á hvaða leið ert þú,
kvikindið þitt nú”?
Bara út með hundinn, elskan mín,
bara lítinn hring, labba hér í kring
svo pissum við okkur við staur.

Ljúft finnst mér að labba á pöbbinn,
líta inn um stund, hlera hvað er að ske.
Vill þá stundum til, að verður erfið leiðin heim.
Ég er einn af þeim.
Gaman er að gæla við ölið,
gaspra ögn við menn, fá í könnu á ný.
Þá endar oft með því að erfið verða sporin heim.
Ég er einn af þeim.

[á plötunni Ríó tríó – Landið fýkur burt]