Ég hef ekki tölu

Ég hef ekki tölu
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Ég hef ekki tölu
á öllum tölunum sem að talið hef ég
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum veggfjólunum sem vélað hef ég
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim gimsteinum er varpað hef ég af vegi mínum burt
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim ekkjum sem ég rænt hef hinsta eyrinum frá
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim hugsjónum sem ég hef hampað og svikið
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim Kristum sem ég hef kysst og krossfest
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim munaðarleysingjum sem ég matnum hef hnuplað frá
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim brúm sem ég hef að baki mér brennt
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim gálgum sem ég hef upp hengdur í hangið
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim andlitum sem ég af mér hef misst
um dagana.

Ég hef ekki tölu
á öllum þeim sjúklegu firrum sem fleytt hafa mér gegn
um dagana.

[af plötunni Megas – Millilending]