Ef leiðist mér heima

Ef leiðist mér heima
Lag / texti: erlent lag / Ágúst Böðvarsson

Ef leiðist mér heima, ég labba ofan á tjörn
og leik mér þar um stund á skautum.
En þar eru karlmenn, kvenfólk og börn,
að kasta af sér dagsins þrautum.
Þar æskan er glaðvær og athafnagjörn,
hún er í leit að förunautum.
Ef sterklega þeir styðja á skautum,
þeir styðja einnig vel á lífsins brautum.
Saklaus meyja getur lent á afa hálum ís,
ef hún fellur þá er henni sjálfur voðinn vís.
Síst ég undra, að sérhver meyja sér þá heldur kýs,
að hafa sér við hlið
Góðan herra að styðjast við,
ég leita og finn – Að gömlum góðum sið.

[af plötunni Fjórtán fóstbræður – Fjórtán fóstbræður]