Við brunninn bak við hliðið / Linditréð

Við brunninn bak við hliðið / Linditréð
Lag / texti: erlent lag / Þórður Kristleifsson

Við brunninn bak við hliðið
stóð blaðkrýnt linditré.
Í forsælu þess fann ég
svo friðsælt draumavé,
og ástamálin áður,
ég inn í börk þess skar,
í hryggð og heitri gleði,
minn hugur dvelur þar.

En seinna á sömu slóðum
á svalri skuggatíð,
ég fram hjá stanslaust stefndi
í stormi og vetrarhríð.
Ég heyrði, hrærðust greinar
sem hvíslað væri að mér:
“Kom félagi minn forni,
þú finnur hvíldir hér.”

Og kaldur vetrarvindur
um vanga mína strauk.
Ég hiklaust hélt í veðrið,
hve hátt sem mjöllin fauk.
Nú langt frá linditrénu
ég löngum staddur er,
þó heyri ég ávallt hvíslað:
“Þú hvíldir færð hjá mér.”

[af plötunni Leikbræður – Leikbræður]