Ég bíð við bláan sæ

Ég bíð við bláan sæ
Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson (bankamaður)

Ég bíð við bláan sæ, ein í blíðum sunnanblæ.
Brátt mun bátur þinn birtast, vinur minn.
Hann skríður létt til lands yfir ljósan bárufans,
heim til mín – til mín, – heim til mín.
Heyr mig hlýi blær – til hans sem er mér kær,
berðu kveðju blítt frá mér, sem bið þá hann á sjónum er,
og segðu: Hann á mig einn.
Hann kemur þá heim til mín, til mín.
Sígur nú sól – Gullroðaglóð
breiðir um haf hið bjarta geislaflóð.

[m.a. á plötunni Óskalög sjómanna – ýmsir]