Það er bara þú

Það er bara þú
Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson

Það er bara þú, bara þú sem ég þrái,
það er bara þú sem ég þrái að ég fái.
Strax og ég leit þig fyrst, varð lífið svo blítt og bjart,
og bros þitt fyrirheit mér gaf um svo ótal margt.

Og mundu: Það er bara þú, bara þú sem ég þrái,
það er bara þú sem ég þrái að ég fái.
Í fylgd með þér ég veit að gatan mér verður greið,
að gæfan okkur báðum tveim, vísar hamingjuleið.
Strax og ég sá þig fyrst, ég fann þá að það varst þú,
sem þráði ég alla tíð en vissi ei fyrr en nú.

Og mundu: Það er bara þú, bara þú sem ég þrái,
það er bara þú sem ég þrái að ég fái.
Sú gæfustrjarna sem þig leiddi á mína leið,
mun lýsa sporin okkur tveim, þar sem gatan er greið.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Í tíma og rúmi]