Bara fara heim

Bara fara heim
Lag / texti: Bjarni Guðmundsson / Guðmundur Sigurðsson

Þegar maður situr mæddur heima á kvöldin
og mannlífið á ekki nokkurn glans,
þá “bísa sumir kallsins tryllitæki”
og tæta rúntinn, þar til kemur sjans.
En sé þar engin sexy fjörug skvísa,
með svakalegan barm og til í geim,
þá er bara, bara að fara, bara, bara á milli bara,
eða bara, bara, fara í næsta “geim”;
eða bara, bara fara, fara heim.

Þegar eiginkonan er ekki fyrir hendi,
er eðlilegt að koma sér í djamm
er maður kemur hálfur heim af sjónum,
og hefur lestað farm í Amsterdam.
Því yfirvöldin okkur stundum taka
ekki reglulega höndum tveim –
Þá er bara, bara að fara, bara, bara á milli bara,
eða bara, bara, fara í næsta “geim”;
eða bara, bara fara, fara heim.

Þegar öllum okkar leiðum  virðist lokað
og lent í réttvísinnar gapastokk,
Þeir bisniss menn sér viðreisn eiga vísa,
sem veðjað hafa á þann rétta flokk.
En hafi menn af hraðferðinni tapað,
er heldur ekki neitt sem bjargar þeim.
Þá er bara, bara að fara, bara, bara á milli bara,
eða bara, bara, fara í næsta “geim”;
eða bara, bara fara, fara heim.

[af plötunni Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Vilhjálmur Vilhjálmsson & Anna Vilhjálms – [ep]]