En…

En…
Lag og texti Hörður Torfason

Ég staldra við í hugsun
og lít á mynd af þér,
það er langt síðan þú kvaddir
en veistu hvað það er;
að hugsa eins og prentvél
sem er aldrei sett í gang …
en tíminn einn mun sýna
hvað okkur hefur færst í fang.

Þögn þín hefur gildnað
eins og allt sem þroska nær.
Hún gefur næði að hugleiða
hver hreyfing þín er tær.
Samt er eins og þögnin
hafi flutt mér boð frá þér …
þegar þú hefur áttað þig
þá veistu hvar ég er.

Frelsi er það leiðarljós
sem ég hef ekki fundið enn.
Ég geymi það í mínum draumum,
það skilja flestir menn.
Því skal ég glaður deila
í kiljönskum kossafans …
en munum að gleyma því liðna
í frumsporum næsta dans.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]