Gletta

Gletta
Lag og texti Hörður Torfason

Ég hef sagt þér það áður, þú ert betri en
engin þó að ein gin sé betri en þú.
Því trúirðu ekki, vilt ekki skilja
að ástæðan er einfaldlega sú:

Þú vilt ekki hamingju að láni frá öðrum,
né lána öðrum frá þér,
þú segir alltaf að hamingjan leynist
aðeins í sjálfri sér.

Einn dag muntu vakna og andliti snúa að
ljósi og þá muntu sjá
það sem hugur þinn þráir og leit þín að
stefnir en orð þín og verk kunna ekki að tjá.

Þá kann að vera að þú lítir til baka
og stoltur þú bera vilt sár
því samviskan leyfði’ aldrei vitund að kikna
né augum að fella eitt tár.

Í hvikulum augum sem áður fyrr spurðu
En störðu nú á mig all reið,
greindi ég hugsun sem stefndi að því einu
að brátt yrði ég að fara mína leið.

Að verjast þeim sökum er orðgnótt þín,
tjáði ég vissi að mér væri ekki um megn.
Rök þín og hugsanir máttlaust til jarðar
með tímanum falla sem regn.

Ég hef sagt aðeins það sem mig langaði að segja
en þegi um það sem ég veit,
þó máttu vita að fátt er til betra en að njóta
lífsins upp í sveit.

Sólin er stærri en jörðin en mennirnir
margfalt stærri en hún.
Bankarnir græða sinn pening á meðan
bændurnir rækta sín tún.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]