J.K.

J.K.
Lag og texti Hörður Torfason

Ég mætti þér í myrkri, það var kvöld
og markað andlit þitt var fölt sem dagur.
Orð þín voru innantóm og köld,
yfir þér var annarlegur bragur.

Þú sem áður varst okkar stærsta von,
viljans tákn, þú gafst okkur trúna.
Við héldum þig vera heimsins eina son
og hetju sanna, en líta þig núna!

Ég man þann dag sem dáinn löngu er,
hve duglegur þú varst í orði og verki.
Minn æðsti draumur var þá; að líkjast þér
og þóknast öllu undir sama merki.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]