Yfirlit

Yfirlit
Lag og texti Hörður Torfason

Þú lítur yfir farinn veg og kannar
hvort mistök hafi átt sér stað – og hvar.
Í óravíddum huga þíns þú spannar
í hverju hérna er að finna svar.

Alls staðar á óttinn sterka drætti,
hann laumast inn í hverja litla mynd en sú synd.
Það sem þrek þitt tók og endurbætti,
þú finnur glöggt að er lífs þíns lind.

Því skaltu aldrei láta óttann ráða
hugmyndum í þig um allt í kring.
Blástu burtu reyknum sem þú ert að vaða
svo gangirðu ekki eilíflega í hring.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]