Blökkustúlkan

Blökkustúlkan
(Lag / texti: erlent lag (On the road to Mandalay) / Jóhann Frímann)

Bak við kalda klausturmúra
kyssti hún mig lengi og heitt.
Þarna burt úr borgarglaumnum
blökkustúlkan hafði leitt
farmann ungan, blys þar brunnu,
bjöllur hringdu, munkur söng,
þýðir vindar léku í laufi,
læddust hljótt um pálmgöng.

Ei var grátið, einskis spurt,
er ég hélt að morgni burt:
Þögult lokast lótusblómið,
líkist engri frónskri jurt.
Stúlkan fagra ann mér enn,
aðrir koma og fara menn,
en hún hugsar um mig einan,
að ég muni koma senn.

Síðan hef ég víða verið,
varir margrar stúlku kysst.
Þó mér finnst ég alltaf eitthvað
ungt og fagurt hafa misst.
Bjarta nóttin Norðurlanda
nautn og ást mér tíðum gaf,
þó er sjaldnast hugurinn heima,
hann er austur við Kyrrahaf.

Hljóðnar austræn hafnarborg,
hópsins sefast köll og org.
Ein í skugga rauðra rósa
reikar hún um mannlaus torg.
Stúlkan fagra ann mér enn,
aðrir koma og fara menn,
en hún hugsar um mig einan,
að ég muni koma senn.

[af plötunni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps – Norðlenskar nætur]