Brúðarskórnir

Brúðarskórnir
(Lag / texti: Þórir Baldursson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Alein sat hún við öskustóna,
hugurinn var frammi á Melum.
Hún var að brydda brúðarskóna.
Sumir gera allt í felum.

Úr augum hennar skein ást og friður.
Hver verður húsfreyjan á Melum.
Hún lauk við skóna og læsti þá niður.
Sumir gera allt í felum.

Alein grét hún við öskustóna.
Gott á húsfreyjan á Melum.
Í eldinum brenndi hún brúðarskóna.
Sumir gera allt í felum.

[m.a. á plötunni Savanna tríóið – Eins og þá]