SOS – ást í neyð

SOS – ást í neyð
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Fór um mig undarleg örvænting,
er yfirgafstu mig.
Einmana, hrjáður og hryggbrotinn
ég hrópa nú á þig:
SOS – ást í neyð,
ein þú getur bjargað mér.
SOS, aðra leið
aldrei hjarta mitt að landi ber.

Án þín ég færi á vonarvöl
í vesöld, eymd og svall.
Andvaka, sjúkur af sálarkvöl,
ég sendi út neyðarkall.
SOS – ást í neyð
ein þú getur bjargað mér.
SOS – aðra leið,
aldrei hjarta mitt að landi ber.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Fjórtán fyrstu lögin]