Að vera með

Að vera með
(Lag og texti Guðmundur Haukur Jónsson)

La la la la la la la la la la la la la la
La la la la la la la la la la la la la la

Oft ég hugsa um horfna tíma,
þegar yngri var en er í dag
og ég reyni að láta ríma
orðin sem ég nota í þetta lag.

Það er gott að vera eldri nú,
dagur hver er dropi í forðabú.
Vissa sú
veitir innri gleði.

Ég finn enga sorg,
þó ég sé í stórri borg;
bara að vera til
er það eina sem ég vil.

La la la la la la la la la la la la la la
La la la la la la la la la la la la la la

Taka þátt í því, sem gerist,
hjálpa til ef á að skapa eitthvað hagstætt oss,
vera með ef eitthvað snerist
til að bjarga og bera lífsins kross.

Gott er það að vera eldri nú,
milli kynslóða að byggja brú:
ég og þú.
Bara lifum saman.

Við erum frjáls í raun,
ekkert þarf að gera baun,
samt er margt, ég veit,
sem betra er, að enginn leit.

[m.a. á plötunni Guðmundur Haukur – Guðmundur Haukur]