Vegir skiljast

Vegir skiljast
(Lag / texti: erlent lag / Hannes S. Blöndal)

Vegir skiljast, héðan burt skal halda,
og hverjum þeim er nú var staddur hér,
þúsundfaldar þakkir vil ég gjalda,
með þeirri ósk burt ég fer:
Þegar næst vor saman liggur leið,
lýsi oss þá gleðisólin björt og heið.
Mærum vinum með að gleðjast er
mesta hnoss, næst þeim koss,
sem að munhýr meyja gefur mér.

[engar plötuupplýsingar]