Næturljóð

Næturljóð
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Kom vornótt og syng þitt barn í blund,
hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund.
Ég þrái þig.
Breið þú húmsins mjúku verndarvængi,
væra nótt, yfir mig.
Draumljúfa nótt. Fær mér þinn frið,
firr þú mig dagsins háreysti og klið.Ó, kom þú fljótt.
Elfur tímans áfram rennur,
ennþá hjartasárið brennur.
Skapanorn! Ó, gef mér stundargrið.
Kom, ljúfa nótt, sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
svæf glaumsins klið og gef mér frið:
Góða nótt.
Góða nótt.

[m.a. á plötunni MA kvartettinn og Smárakvartettinn á Akureyri – Úrvals sönglög]