Vor og haust

Vor og haust
(Lag / texti: Bjarni Þorsteinsson / Páll J. Árdal)

Í fögrum lundi
ég forðum undi
hjá ungri mey í munarsælu draumi.
Við ástarblossa
og blíðukossa
ég lifði glaður langt frá heimsins glaumi.

Hin skæra sunna
þá skein á runna
og vorið ljúfa lék við blómin ungu.
Við lóukliðinn
og lækjarniðinn
ég hlýddi’ á ástarorð af meyjar tungu.

En vorið blíða
á burt nam líða
og haustið kom og hríð og stormur dundi.
Þá burt var snótin
og blíðuhótin
og einn ég sat í bleikum bjarkalundi.

[m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson]