Bergljót

Bergljót
(Lag / texti: Jón Laxdal / Guðmundur Guðmundsson)

Ég veit að metorð og völdin há
og vegur bíður mín jarli hjá,
og systur hans augum yndisblá
er unaðarsæla að dreyma.
Og fyrstu æskunnar ástarþrá
er ekki svo létt að gleyma.

En mér er ofjarl sú ramma rún,
er rekur mig heim í föðurtún,
þar hlæjandi fram af heiðarbrún
um hlíðina lindir streyma.
Ég fer, á eftir mér horfir hún
sem hjartað á bágt að gleyma.

[m.a. á plötunni Hreinn Pálsson – Í ljóðrænum tónum]