Ef ég væri ríkur

Ef ég væri ríkur
(Lag / texti: erlent lag / Egill Bjarnason)

Ef ég væri ríkur,
ef ég væri da ra ra ra ram,
da ra rí ra ra ra rí ra ra ra rí ra ra ra ram,
ef ég væri auðugur,
ég aldrei skyldi vinna,
da ra rí ra ra ra rí ra ra ra rí ra ra ra ram,
ef ég væri da ra ra ra ram,
ef ég væri fjarska auðugur.

Ég byggi átta hæða hús uppi’ á fjalli,
hátt svo ég sjái vítt og breitt,
og borga út í hönd eins og ekki neitt.

Svo skal ég fylla húsið fegurstu gripum,
fé til þess spara ekki neitt,
og fjarri því mér finnist það svo leitt.

Og seinna halda skal ég herlega veislu,
höfðingjum einum bjóða inn,
og ganga eins og greifi um salinn minn.

Ég skal á borðin dreifa dýrlegum krásum,
dátt skulu hljóma lög og ljóð,
svo rís ég upp og ræðan verður góð.

Ef ég væri ríkur,
da ra í ra ra ra í ra ra ra rí ra ra ra ram,
ef ég væri da ra ra ra ram,
ef ég væri auðugur,
ég aldrei skyldi vinna,
da ra rí ra ra ra rí ra ra ra rí ra ra ra ram,
aldrei skyldi skorta neitt hjá mér,
skotsilfur í hrúgum á mér ber,
veislur héldi’ ég vinum mínum hér,
ef ég væri auðugur.

[m.a. á plötunni Róbert Arnfinnsson – Lög úr söngleikjunum Zorba og Fiðlarinn á þakinu]