Ef bara ég væri orðin átján

Ef bara ég væri orðin átján
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Hann sagði ég væri ósköp sæt,
svolítið rauðeygð þegar ég græt,
en bara svo ung ég væri enn,
það ætti’ ekki við svo stóra menn.
Og samt er hann ekki nema nítján,
þótt nái hann tveimur metrum senn.

Ef bara ég væri orðin átján,
ef bara ég væri orðin átján,
þá gæti ég gifst honum á morgun
og gleymt mínum sáru ástarsorgum,
strax á morgun.

Hann sagði að ég væri bara fallegt fljóð,
og stundum svona feikilega væn og góð,
svo fór hann í fússi heim á leið,
þá fyrst varð ég alvarlega reið.
Og kærustu kappinn fékk sér aðra,
er kúrði ég alein hér og beið.

Ef bara ég væri orðin átján,
ef bara ég væri orðin átján,
þá gæti ég gifst honum á morgun
og gleymt mínum sáru ástarsorgum,
strax á morgun.

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar – [ep]]