H-söngurinn

H-söngurinn (lag samið í tilefni Hægri dagsins 1968)
(Lag / texti: Þorvaldur Halldórsson / Kristján frá Djúpalæk)

Bókstaf þann, sem heitir H
hafa skal í minni.
Merkið víða munu sjá
menn á vegferð sinni.
Boðskap flytja okkur á
öllum þetta kunna H:
Ef þú ekur veginn,
aktu hægra megin.

Af þér vanans viðjar brjót,
vertu hvergi smeykur.
Farðu hægt og ferðar njót,
förin verður leikur.
Til hægri vík, til hægri ak,
hugsa um það, hvert andartak.
Heilum bíl til baka,
best er heim að aka.

Ýmsar götur öfugt þú
ekur, lær á veginn.
Farartækjum ferðu nú,
fram úr vinstra megin.
Vegarmerkjum vel að gá,
verður allt í lagi þá.
Hafðu H í minni.
Haltu vöku þinni.

[óútgefið]