Undarlegt með unga menn

Undarlegt með unga menn
(Lag / texti: Rúnar Gunnarsson / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Það er svo undarlegt með unga menn,
í ungum stúlkum þeir verða bálskotnir enn.
En það er ekki svo með elsku mig.
Ég elska sjálfan mig
og kannski svolítið þig.

Víst er það undarlegt með unga menn,
í ungum stúlkum þeir verða bálskotnir enn.
Mér fannst það vera í gær svo fjarri mér,
svo finnst mér breytast allt,
þegar dvel ég með þér.
Um mig fer unaðsstraumur.
Bláu augun þín segja að þú verðir mín.
Það er svo undarlegt með unga menn,
í ungum stúlkum þeir verða bálskotnir enn.

Já, það er undarlegt með unga menn,
í ungum stúlkum þeir verða ástfangnir enn.
Ég elska sjálfan mig,
þó held ég meira þig.
Já, það er undarlegt með unga menn,
víst er það undarlegt með unga menn,
já það er skrítið, skrítið með unga menn.

[m.a. á plötunni Manstu gamla daga – ýmsir]