Ég er í ofsa stuði

Ég er í ofsa stuði
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Komdu og drífðu þig nú drengur
dönsum nú þetta villta lag.
Skemmtum og leikur okkur lengur
lífsins ég njóta vil í dag.
Nú sæl við erum saman
og syngjum tvíraddað,
hér er gleði og gaman.
Nú gleymi ég stund og stað,
mér stendur á sama um það.
Nú er ég í ofsa stuði,
nú er ég í ofsa stuði,
alveg er að sleppa mér.

[m.a. á plötunni Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur – [ep]]