Fræðsluerindi fyrir kaupfélagskonur

Fræðsluerindi fyrir kaupfélagskonur
(Lag / texti: Sigfús Halldórsson (Játning) / Theódór Einarsson)

Þið birtust mér í draumi um bjarta sumarnótt,
svo búralegar, sællegar og kátar.
Í Bragakaffi hafið þið kraft og kjarna sótt,
og kaupfélagið líka af ykkur státar.
Þið hafið líka allflestar treyst hin helgu heit,
að halda ekki fram hjá því í laumi.
Og hvort sem þú ert kona í kaupstað eða sveit,
á kaupfélagið þig í vöku og draumi.

Það eru margir sénsar og klár innkaupin þar,
og kaupfélagið byggir líka á slíku.
Það hugsar alltaf um það að vanda vörurnar
og vera jafnt þeim fátæku og ríku.
Það hefur flest á boðstólum, allt er fyrsta flokks,
og fáir þar í vörukaupum skrensa.
Og ef þú kaupir hjá því einn nakinn nælonsokk,
mun nóttin gefa marga góða sénsa.

Og undirfötin góðu, sem allar konur þrá,
er einmitt þar í hillunum að finna.
Svo græn og rauð á litinn, svo gul og fagurblá,
þau glæsilega líkamsvöxtinn kynna.
Og morgunkjólaefnið er ódýrast hjá oss
og ekta nælonskjört af fínu tagi.
Og er þá nokkur furða þótt bóndinn biðji um koss
og bólið, svona heldur í fyrra lagi.

Og ef þig vantar satín og silki í nýjan kjól,
er sjálfsagt best að leita eigin búða.
En það er ekkert betra ef ball er upp á Hól,
en bregða sér í glæsilega skrúða.
Og nælonbindin frægu, þú býður bónda kær
með blaðskellandi mynd af fögrum konum.
Hún minnir hann á þig, þegar þú ert hvergi nær,
og það er öruggt ráð við freistingonum.

Og sundskýlurnar sælu sem seiða til sín allt,
en sundiðkanir enginn ætti að spara.
Þær segja að í sjónum sé ekki eins kalt
ef sundskýlan er kaupfélagsins vara.
Hann ber það líka með sér, hérna frúarflokkurinn,
svo fix og smart hann er í alla staði.
Því kaupfélagið selur þeim lipru lífstykkin,
sem lífið styrkir upp að herðablaði.

[óútgefið]