Kenndu mér að kyssa rétt

Kenndu mér að kyssa rétt
(Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson)

Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Hvernig á að brosa blítt
og blikka undur þýtt.
Ég sem er svo ungur enn
af ástarþránni kvelst og brenn,
tækifærin fæ ég ei
því flestar segja nei.

Og vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú sérð að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.

Kenndu mér að kyssa rétt
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð í laun minn ástaryl,
allt sem ég á til

[m.a. á plötunni Lummurnar – Lummur um land allt