Vor [1]

Vor
(Lag / texti: Sigurður Helgason og Jónas Tómasson / Þorsteinn Erlingsson)

Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor, með sólina og blæinn.
Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng,
og gott var í morgun að heyra þinn söng.
Nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og daginn.

Hvað ætlarðu að sýna mér, syngjandi vor, með sólina og blæinn?
Hvað dagsljósið vogar að hefja sig hátt?
Hvað heimur er fagur og vorloftið blátt?
Og hvernig að þokar er lögst eins og leiði’ yfir bæinn?

Hvert ætlarðu að svífa, þú syngjandi vor, með sólina og blæinn?
Að kæta hvert auga, að kyssa hvert blóm?
Að kveða við allt, sem vill heyra þinn róm?
Ég flýg með þér vor, út um vellina, skógana’ og sæinn.

[engar plötuupplýsingar]