Vor [2]

Vor
(Lag / texti: Pétur Sigurðsson / Friðrik Hansen)

Ljómar heimur, logar fagur,
lífið fossar, hlær og grær.
Nú er sól og sumardagur,
söngvar óma fjær og nær.
Vorsins englar vængjum blaka,
vakir lífsins heilög þrá.
Sumarglaðir svanir kvaka,
suður um heiðavötnin blá.

Hvílir yfir hæðum öllum,
himnesk dýrð og guðaró.
Yfir jöklum, fram á fjöllum,
fellir blærinn þokuskóg.
Nú er gott að vaka, vaka,
vera til og eiga þrá.
Sumarglaðir svanir kvaka,
suður um heiðavötnin blá.

Drekk ég glaður fjallafriðinn,
fyllir skálar sólskinsró.
Teygar ljós við lækjarniðinn
lítil rós í klettató.
Sé ég fagra sýn til baka,
sólareld og fjöllin blá.
Nú er gott að vaka, vaka,
vera til og eiga þrá.

[m.a. á plötunni Sigurður Ólafsson – Þín minning lifir]