Mamma mín

Mamma mín
(Lag og texti: Jenni Jónsson)

Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.

Þá söngst þú við mig lítið lag,
þín ljúf var rödd og vær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.

Ég sofnaði við sönginn þinn
í sæll aftanró.
Og varir kysstu vanga minn.
Það var mín hjartans fró.

Er vaknaði ég af værum blund
var þá nóttin fjær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.

Og ennþá rómar röddin þín,
Svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín,
Í draumi ég er hjá þér.

Þá syngur þú mitt litla lag,
Þín ljúf er rödd og vær.
Ó, elsku hjartans mamma mín,
Þín minning er svo kær.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Hátíð í bæ]