Hvert er farið blómið blátt?

Hvert er farið blómið blátt?
(Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson)

Hvert er farið blómið blátt,
blóm, sem voru hér?
Hví er farið blómið blátt
burtu frá mér?
Vera má að blíður blær
blómið sem ég fann í gær,
hafi á huldum stað.
Hver getur sagt mér það?

Hver er farið blómið blítt,
börn sem léku sér?
Hví er farið barið blítt
burtu frá mér?
Vera má að mild og hlý
móðurhöndin vísi því
heim jafnt og heiman að.
Hver getur sagt mér það?
Hver getur sagt mér það?

Hvert er farið fljóðið ungt,
fljóð sem þekkti ég?
Hví er farið fljóðið ungt,
farið sinn veg?
Vera má að ástaryl,
ævintýr og laumuspil
eigi þau enn á ný.
Á ég að trúa því?

Hvert er farið allt og allt
allir sem voru hér?
Hví er farið allt og allt
alveg frá mér?
Vera má að allt og allt
aftur mætist þúsundfalt.
Út yfir stað og stund
stefni ég á þinn fund.

[m.a. á plötunni Svona var 1965 – ýmsir]