Ó, Siggi

Ó, Siggi
(Lag / texti: erlent lag (Ó Jósep Jósep) / Ragnar Jóhannesson)

Ó, Siggi, Siggi, skreppum með á skauta,
nú skín á svellin mánans föla sigð.
Mín freista töfrar hinna hálu brauta
og hug minn lokkar tjörnin silfurskyggð.
Hve ljúft er ei að líða yfir svellin
leidd af þinni sterku vinarhönd,
studd af þínum stælta armi
og efldum breiðum barmi,
í bláum fjarska leiftra ljós á strönd.

Og úti’ á miðjum íssins silfurskildi
við eflaust hvílumst – bara litla stund.
Við erum tvö, og þó, hve þá ég vildi,
að utan um mig gripi vinarmund,
hvað meira gerist mun þig sjálfan gruna,
ó, minni gleði tæplega ég veld,
ég hlakka til og er svo kát, minn kæri
í kvöld er skautafæri,
ó, Siggi, Siggi, komdu á skauta í kveld.

[óútgefið]