Ég man þig

Ég man þig
(Lag / texti: erlent lag / Gunnar B. Jónsson)

Ég man þig nú, mey, sem ég unni,
og mest varst í stjarnanna fans,
einn koss af þeim kærasta munni
ég kysi þá fremur en dans.
Ó, komdu og kysstu mig kæra,
í kyrrþey um blíðviðris stund,
því þá ætti ég minningu mæra
til marks um vorn indæla fund.

Er kvöldar þá kem ég á gluggann,
þó að krap sé og vindur með snjó,
en leynist þó langt út í skuggann
í ljósinu sé ég þig þó.
Því allt sem þú átt er mér yndi,
hver einasta hreyfing mér þrá,
og lífið það leikur í lyndi,
er ljóma ég sé þér á brá.

[engar plötuupplýsingar]