Sköpun

Sköpun
(Lag og texti Guðmundur Haukur Jónsson)

Enginn veit okkar leyndarmál
um fyrirheit og lífið.
Þótt skilji nú við þína sál,
þá bíður þú er ég kem.

Þá aftur heim ég glaður sný,
la, la, la,
og þig ég hitti á ný,
la, la, la,
og ég verð aldrei betri en þá,
la, la, la,
það muntu fá að sjá.

Þá fyrst getum við
sett það allt á svið,
og útsett hvað sem er,
samið hvað sem er,
la, la, la, la, la, la …

[af plötunni Guðmundur Haukur – Guðmundur Haukur]