Skuldir

Skuldir
(Lag / texti: Sigurður Þorgeirsson / Magnús Benediktsson)

Ég elska allt sem kvenkyns er,
leik mér eins og vera ber.
Um áhyggjurnar enginn vita má
mér hjá.

Ég veislur held og lifi hátt,
hræðist hvorki stórt né smátt
en eftirköstin láta’ ei standa á sér
hjá mér.

viðlag
Það eru skuldir, það eru skuldir,
því þessar skuldir gefa engin grið,
gefa mér ei stundarfrið
því allir segjast eiga inni hjá mér,
hjá mér.

Stöðust fjölgar skuldunum,
samansafn af reikningum.
Að vera svartsýnn, það er hvorki hollt
né gott.

Áfram vil ég skemmta mér,
meðan eitthvert lánstraust er.
Nú slæ ég bara öllu upp í grín,
já grín.

Viðlag

[m.a. á plötunni Aftur til fortíðar 60-70 II – ýmsir]