Og þó

Og þó
(Lag og texti: erlent lag / Þorvaldur Halldórsson)

Ó, komdu nú til mín, minn kæri,
af kossunum þínum ég læri,
já sál mín af kæti nú syngur
og sælu mér veitir – og þó – og þó
þú kyssir mig kannski ekki nóg.

viðlag
Hjartað slær – boom bang a bang – boom bang a bang
vertu mér nær
Boom bang a bang – boom bang a bang, vinur minn kær,
vetu mér hjá, vertu mér hjá,
vilji minn er að vera oftast með þér.
Í hug mér sumar skín, þó hylji snjórinn jörð,
er horfi ég í augu þín blá, æ vaknar þá
von um að þú verðir mér hjá.

Er lít ég þitt bros, um mig blíður
blær leikur, svo þýður.
Já, sál mín af kæti nú syngur,
og sælu mér veitir og fró – og þó
þú kyssir mig kannski ekki nóg.

Viðlag

[m.a. á plötunni Hljómsveit Ingimars Eydal, Helena og Þorvaldur – [ep]]